Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 26. apríl 2024 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sonur framkvæmdastjóra Breiðabliks kom inná í þrjár mínútur og ökklabrotnaði
Mynd: Augnablik
Rúnar Ingi Eysteinsson gekk í raðir Keflavíkur í síðustu viku og lék sinn fyrsta leik með liðinu í gær þegar hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum. Gamanið reyndist þó stutt því þremur mínútum síðar var kominn inn varamaður fyrir hann.

Rúnar staðfestir í samtali við Fótbolta.net að hann ökklabrotnaði rétt eftir að hann kom inn á.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

„Það er brot í ökklanum, er kominn í gifs og talað um að ég verði allavega sex vikur í því," sagði Rúnar sem mögulega snýr því ekki eftur fyrr en seint í júní eða í júlí. „Ég á eiginlega erfitt með að skilja hvað gerðist. Ég var í baráttu við [Daniel] Obbekjær, hann togar í mig og ég teygi hægri löppina í boltann og sparka honum fram. Vinstri löppin lendir einhvern veginn undir mér og það snýst þannig upp á ökklann að það brotnar eitthvað."

Rúnar hefur gengið í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og sér það bjarta í stöðunni.

„Þetta gæti klárlega verið verra, ég hef heldur betur lent í verri meiðslum. Þannig þetta styrkir mann bara," segir framherjinn. Hann var að ganga í raðir Keflavíkur frá Augnabliki en hann er uppalinn í Breiðabliki sem var einmitt andstæðingurinn.

Faðir Rúnars er Eysteinn Pétur Lárusson sem er framkvæmdastjóri Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner