Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. febrúar 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn WBA með ljóta söngva um Bong
Gaetan Bong (til hægri).
Gaetan Bong (til hægri).
Mynd: Getty Images
Chris Hughton, stjóri Brighton, vill að enska knattspyrnusambandið skoði söngva sem stuðningsmenn WBA voru með í garð Gaetan Bong í bikarleik liðanna í gær.

Á síðasta tímabili rannsakaði enska sambandið meinta kynþáttafordóma Jay Rodriguez í garð Bong.

Rodriguez sagðist hafa sagt við Bong að hann lyktaði illa og neitaði ásökunum um kynþáttafordóma. Enska sambandið ákvað eftir rannsókn að refsa ekki Rodriguez.

Bong mætti aftur á The Hawthorns, heimavöll WBA, í gær og fékk óbíðar móttökur frá stuðningsmönnum WBA.

Bong kom inn á sem varamaður á 105. mínútu og stuðningsmenn WBA bauluðu á hann. Í kjölfarið sungu stuðningsmennirnir söngva um að Bong lykti illa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner