Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   þri 19. febrúar 2019 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rakel mætir United - Markmiðið var að spila á Englandi
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel á að baki 94 landsleiki.
Rakel á að baki 94 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir er að byrja vel hjá enska félaginu Reading. Hún skoraði á dögunum sigurmarkið gegn Birmingham í enska bikarnum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Þetta mark tryggði Reading í 8-liða úrslit bikarkeppninnar, en næsti mótherji er Manchester United.


Rakel, sem er þrítug, er tiltölulega nýkomin til Reading frá Limhamn Bunkeflo 07 í Svíþjóð. Rakel ræddi við kollega okkar á SheKicks.net um tíma sinn hjá Reading hingað til.

„Ég var mjög spennt um leið og ég heyrði af áhuga Reading. Það var markmið mitt að spila á Englandi. Deildin hér hefur orðið sterkari á síðustu árum," segir Rakel.

„Ég var bara spennt. Ég var ekki hrædd eða stressuð, bara spennt að koma hingað. Ég var að fá nýja íbúð og er að koma mér fyrir."

„Á fótboltavellinum finnst mér gaman að láta finna fyrir mér; ég held að öllum Íslendingum finnist það. Við erum þekkt fyrir að vera sterk líkamlega. Það vill enginn mæta okkur. Mér finnst það gaman og mér finnst gaman að spila sóknarbolta."

Lesa má viðtalið við Rakel með því að smella hér. Þar fer hún einnig yfir álit sitt á samfélagsmiðlum, tónlist og að alast upp á Akureyri.
Athugasemdir
banner