Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 02. maí 2024 23:16
Sölvi Haraldsson
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður fyrst og fremst vel með þessi þrjú stög og fjögur mörk. Frammistaðan var mjög kaflaskipt en ég er fyrst og fremst ánægður að hafa náð í þrjú stig á móti öflugu Keflavíkurliði.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 4-2 sigur á Keflavík í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Fylkir eru nýlliðar í deildinni en Gunnar segir að hann og allir sem koma að Fylkisliðinu séu himinlifandi með byrjunina á mótinu. Tvö jafntefli og fyrsti sigur mótsins í kvöld sem verður að teljast ansi gott fyrir nýliða.

Ég og allir sem að liðinu standa getum ekki annað en verið virkilega ánægð með þessa byrjun á mótinu.

Leikurinn í kvöld var stór fyrir Gunnar og fjölskyldu hans. En hann var ekki bara að mæta Keflavík, lið sem hann hefur þjálfað í mörg ár, heldur var hann einnig að mæta dóttur sinni sem leikur með Keflavík. Sigurbjörg Diljá byrjaði leikinn með Keflavík en Gunnar segir það hafa verið óþægilegt að taka þátt í þessum leik í ljósi aðstæðna.

Ég skal alveg viðurkenna það að það var erfitt. Það að þurfa að fara í gegnum þetta, og líka fyrir hana.

Þetta var svolítið óþægileg tilfinning. Maður reyndi bara að gíra sig sjálfur upp í leikin og hún líka með sig og bara hugsa um sitt lið. Mér fannst hún gera það vel, hún stóð sig vel í leiknum. Þetta er reynsla sem fer í bankann. Þetta er erfitt fyrir mig en líka fyrir hana. 16 ára og að feta sín fyrstu spor í efstu deild. Það verður skemmtilegt að fyrlgjast með henni í framtíðinni,“ bætti Gunnar svo við, stoltur af dóttur sinni.

Fylkir eiga Tindastól á útivelli í næsta leik.

Þetta er hörkulið á Króknum og alltaf erfitt að fara norður. Núna njótum við aðeins fram yfir helgi og síðan gírum við okkur í leikinn við Tindastól í næstu viku.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, að lokum eftir 4-2 sigur gegn Keflavík í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner