Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. maí 2019 17:07
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Sarri: Munum virða þá ákvörðun sem Hazard tekur
Mynd: Getty Images
Chelsea heimsótti Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem niðurstaðan var markalaust jafntefli, Tottenham gerði einnig jafntefli í dag og Chelsea endar því tímabilið í 3. sæti.

Eden Hazard hefur verið sterklega orðaður frá Chelsea og Real Madrid er sagður líklegur áfangastaður, Maurizio Sarri knattspyrnustjóri Chelsea ræddi um framtíð Hazard sem spilaði síðustu 20 mínúturnar í dag.

„Eden (Hazard) var þreyttur í dag, það er ástæðan fyrir því að hann var á bekknum. Ef ég man rétt þá var þetta sjöunda tímbil Hazard hjá Chelsea, hann hefur alltaf verið tilbúinn til að leggja sig allan fram fyrir félagið. Við verðum að virða þá ákvörðun sem hann tekur næst, ég vona svo sannarlega að hann verði áfram hjá okkur," sagði Sarri.

„Þetta var gott tímabil, það kom slæmur kafli hjá okkur fyrir tveimur til þremur mánuðum síðan og því er 3. sætið frábær niðurstaða. Næsta verkefni er að fara til Bakú og spila úrslitaleikinn í Evrópudeildinni, þar getum við gert þetta tímabil að frábæru tímabili," sagði Sarri.
Athugasemdir
banner
banner
banner