Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árið byrjar vel fyrir Jahanbakhsh - „Hjólhestapsyrna eini möguleikinn"
Ekki af ódýrari gerðinni!
Ekki af ódýrari gerðinni!
Mynd: Getty Images
„Þetta er mögnuð tilfinning," sagði Íraninn Alireza Jahanbakhsh, markaskorari Brighton í 1-1 jafnteflinu gegn Chelsea í dag. Markið hjá honum var stórglæsilegt, besta mark ársins hingað til - engin spurning.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Hjólhestaspyrna Jahanbakhsh

„Þegar ég var að koma inn á, þá hafði ég þá tilfinningu að ég gæti haft áhrif á leikinn."

Svakalegt mark, hans annað mark fyrir félagið. Hann skoraði sitt fyrsta mark í 2-0 sigri á Bournemouth í síðustu viku og lýsti því sem tilfinningaþrunginni stund.

„Ég reyndi bara að hitta boltann eins vel og ég gat. Hjólhestapyrna var eini möguleikinn. Ég mun horfa á þetta nokkrum sinnum."

Hann er 25 ára gamall og kom til Brighton frá AZ Alkmaar í Hollandi fyrir síðasta tímabil. Hann var keyptur fyrir það sem var þá metfé, 17 milljónir punda.

Hann skoraði ekki í 24 leikjum á síðasta tímabili, en hefur nú skorað tvö mörk á þessu tímabili.

„Þetta hefur verið mjög erfiður tími fyrir mig. Ég hef verið að æfa vel og verið að leggja mikið á mig til þess að fá tækifæri. Ég er mjög ánægður að hjálpa liðinu að fá stig. Ég hefði varla getað byrjað árið betur."

„Chelsea er frábært lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum og vera sterkara liðið nánast allan leikinn. Við fengum tækifæri til að vinna. Þetta var frábær frammistaða," sagði Alireza.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner