Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 15:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Berg bestur ásamt McNeil í „hryllingnum gegn Villa"
Jói Berg kom inn á í hálfleik.
Jói Berg kom inn á í hálfleik.
Mynd: Getty Images
Alex James hjá Lancs Live er ekki gjafmildur í einkunnagjöf sinni fyrir leikmenn Burnley gegn Aston Villa.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri Aston Villa. Sean Dyche, stjóri Burnley, var ósáttur með það að leikmenn sínir skyldu ekki mæta til leiks fyrr en í síðari hálfleik.

James gefur tveimur leikmönnum hærri einkunn en 5. Það eru Dwight McNeil og Jóhann Berg Guðmundsson sem fá þann heiður í „hryllingnum gegn Aston Villa" eins og James titlar grein sína.

Bæði McNeil og Jói Berg fá 6 í einkunn, en Íslendingurinn spilaði seinni hálfleikinn. Hann er að stíga hægt og rólega upp úr meiðslum.

Jóhann Berg fær líka fína einkunn frá Sky Sports.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Sky Sports.

Burnley: Pope (6), Bardsley (6), Tarkowski (6), Mee (6), Taylor (7), McNeil (7), Westwood (6), Cork (6), Brady (5), Barnes (5), Wood (7).

Varamenn: Rodriguez (6), Gudmundsson (7).

Aston Villa: Heaton (7), Guilbert (6), Konsa (7), Mings (8), Hause (7), Taylor (6), Luiz (7), Nakamba (6), Grealish (8), Trezeguet (7), Wesley (7).

Varamenn: Kodjia (5), Hourihane (6), Nyland (6).

Maður leiksins: Jack Grealish.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner