Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 01. janúar 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hasselbaink tekinn aftur við Burton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Jimmy Floyd Hasselbaink hefur verið ráðinn í annað sinn sem knattspyrnustjóri Burton Albion.

Hasselbaink gerði garðinn frægan þegar hann raðaði inn mörkunum með Leeds, Atletico Madrid og Chelsea í kringum aldamótin.

Hasselbaink lagði skóna á hilluna og fór að einbeita sér að þjálfun og var Burton annað félagið sem hann tók við. Hann gerði flotta hluti með Burton í D-deildinni en tók svo við QPR í Championship deildinni.

Hann var rekinn eftir tæpt ár hjá QPR og tók svo við Northampton í C-deildinni en entist aðeins í sjö mánuði áður en hann var rekinn í apríl 2018.

Burton endaði í 12. sæti í fyrra en situr á botninum í ár, með 13 stig eftir 21 umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner