Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 10. maí 2024 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 4. umferð - Snýr hún aftur í landsliðið?
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni.
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn Stjörnunni.
Marki fagnað gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki er sterkasti leikmaður fjórðu umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar en hún átti skínandi leik þegar Breiðablik vann 5-1 sigur gegn Stjörnunni í nágrannaslag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

„Frábær leikmaður og er enn og aftur að sýna það. Getur gert hluti sem enginn annar leikmaður í þessari deild getur gert. Skoraði eitt af mörkum tímabilsins," skrifaði undirritaður í skýrslu eftir leikinn.

Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni en besta markið var klárlega fimmta markið sem Agla María skoraði.

Það styttist í næsta landsliðsverkefni og verður það rosalega mikilvægt þegar Ísland mætir Austurríki í tveimur leikjum. Agla María gaf ekki kost á sér í landsliðið á dögunum af persónulegum ástæðum, en er núna í fantaformi með Breiðabliki. Hún var spurð eftir leikinn gegn Stjörnunni hvort það væri möguleiki að hún myndi snúa aftur fyrir næsta verkefni ef það verður kallað í hana.

„Ég horfi alltaf á næsta leik og það er bara liggur við næsti dagur, hvernig maður tæklar hann. Ég hef ekkert verið að velta því (landsliðinu) fyrir mér. Það er bara fókus á næsta leik og ég er spennt fyrir því."

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir eftir fjóra leiki og hefur sóknarleikur liðsins verið virkilega góður. Agla María hefur spilað stóran þátt í því.

Sterkastar í fyrri umferðum
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)


Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Athugasemdir
banner
banner