Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. janúar 2021 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir dóminn í garð Cavani vera fáránlegan
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan hefur gagnrýnt enska knattspyrnusambandið harðlega fyrir að dæma sóknarmanninn Edinson Cavani í þriggja leikja bann.

Cavani, sem er sóknarmaður Manchester United, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir nota orð sem felur í sér kynþáttafordóma á Instagram. Hann skrifaði orðið ,Gracias negrito' til félaga síns.

Cavani eyddi strax skilaboðunum þegar honum var bent á að orðið ,negrito' getur verið túlkað sem kynþáttafordómar í ensku tungumáli.

Hann fer í þriggja leikja bann og þarf að greiða 100 þúsund pund í sekt. Cavani verður ekki með Man Utd gegn Aston Villa í kvöld.

Piers Morgan, sem er harður Arsenal maður, segir að þetta sé fáránleg ákvörðun.

„Fáránlegt að setja Cavani í bann fyrir að nota orð sem er ekki á neinn hátt móðgandi í heimalandi hans. Það var enginn rasískur tilgangur með þessu og móttakandinn móðgaðist ekki. Heimskulegt brugðist við hjá knattspyrnusambandinu," skrifaði Morgan á Twitter.

Luis Suarez, fyrrum sóknarmaður Liverpool, var dæmdur í átta leikja bann árið 2011 fyrir að nota orðið 'negro' (stuttu útgáfuna af 'negrito') við Patrice Evra, þá leikmann Manchester United. Það sem var öðruvísi í því var það að Suarez og Evra voru ekki félagar, og Evra, fórnarlambið í því máli, túlkaði það sem Suarez sagði sem kynþáttafordóma.

Cavani ákvað að áfrýja ekki dómnum, þótt hann sé ekki sammála honum. Hann segist sýna virðingu og samstöðu með herferðinni sem knattspyrnan stendur í; baráttu gegn kynþáttafordómum.


Athugasemdir
banner
banner
banner