Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. maí 2022 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Andri og Brynjar í Álftanes (Staðfest)
Mynd: Álftanes

Tvíburarnir Andri og Brynjar Jónassynir er búnir að skrifa undir samning við Álftanes og munu leika með félaginu í 4. deildinni í sumar.


Það leikur enginn vafi á því að þetta er gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir Álftanes enda búa Andri og Brynjar yfir góðum hæfileikum og mikilli reynslu úr öllum deildum fyrir ofan.

Báðir bræðurnir hafa spilað í efstu deild, Brynjar með 4 mörk í 29 leikjum en í heildina hefur hann skorað 79 mörk í 187 keppnisleikjum á Íslandi. Þar á meðal skoraði hann tæplega 30 fyrir Fjarðabyggð og HK í næstefstu deild.

Andri hefur skorað 33 mörk í 139 leikjum en aðeins fengið að spreyta sig einu sinni í efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner