Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 01. maí 2022 13:10
Ívan Guðjón Baldursson
Dagný tapaði gegn Maríu - Níu mörk í sigri Juve
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dagný Brynjarsdóttir og María Þórisdóttir mættust í enska boltanum í dag þegar Manchester United fékk West Ham í heimsókn.


Man Utd vann leikinn nokkuð örugglega eins og búist var við og sköpuðu gestirnir frá London ekki mikla hættu.

Sigurinn fleytir Man Utd aftur yfir nágranna sína í Man City og upp í þriðja sæti deildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni Meistaradeildarinnar. City er einu stigi á eftir og með leik til góða.

Man Utd 3 - 0 West Ham
1-0 Martha Thomas ('12)
2-0 Grace Fisk ('20, sjálfsmark)
3-0 Leah Galton ('49)

Á Ítalíu mættust Juventus og AC Milan í undanúrslitum bikarsins og úr varð hörkuviðureign. Juve hafði unnið fyrri leikinn 1-6 á útivelli en þá var Guðný Árnadóttir ónotaður varamaður hjá Milan.

Guðný spilaði allan leikinn í dag og úr varð heljarinnar veisla. Milan var komið 1-3 yfir en þá tóku heimakonur við sér og settu fjögur mörk á síðustu 25 mínútunum.

Lokatölur urðu 5-3 fyrir Juve og því 11-4 í heildina yfir tvo leiki. Markasúpa. Juve mætir Roma í úrslitaleik.

Juventus 5 - 3 Milan (11-4 samanlagt)
0-1 L. Thomas ('9)
0-2 V. Bergamaschi ('49)
1-2 A. Staskova ('51)
1-3 V. Bergamaschi ('57)
2-3 A. Staskova ('68)
3-3 B. Bonansea ('78)
4-3 A. Caruso ('81)
5-3 L. Boattin ('87)
Rautt spjald: Tucceri Cimini, Milan ('79)

Benfica vann þá stórsigur á Maritimo í Portúgal til að halda fullkomnu gengi sínu áfram. Cloé Lacasse er lykilmaður hjá Benfica sem er með fullt hús stiga eftir ellefu umferðir. Maritimo er í þriðja sæti.

Að lokum er Celtic enn að spila við Hearts í undanúrslitaleik skoska bikarsins. María Catharina Ólafsdóttir Gros er hjá Celtic.

Maritimo 1 - 6 Benfica

Hearts 0 - 0 Celtic
Framlenging í gangi


Stöðutaflan England Super league - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Manchester City W 19 16 1 2 54 12 +42 49
2 Chelsea W 18 15 1 2 53 14 +39 46
3 Arsenal W 19 14 1 4 45 18 +27 43
4 Manchester Utd W 19 9 5 5 41 25 +16 32
5 Liverpool W 19 9 5 5 27 25 +2 32
6 Tottenham W 18 7 5 6 25 31 -6 26
7 Aston Villa W 19 6 2 11 24 40 -16 20
8 Brighton W 19 5 3 11 25 41 -16 18
9 Everton W 19 5 3 11 17 34 -17 18
10 Leicester City W 19 4 5 10 25 39 -14 17
11 West Ham W 19 3 4 12 17 40 -23 13
12 Bristol City W 19 1 3 15 20 54 -34 6
Athugasemdir
banner