Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. maí 2022 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maður hefði skilið þetta hjá 18 ára leikmanni
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er í gangi stórleikur Breiðabliks og FH í þriðju umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Það vantar lykilmann í lið FH; Kristinn Freyr Sigurðsson er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í uppbótartímanum gegn FH í síðustu umferð.

Þetta er dýrt fyrir FH-inga enda er Kristinn stórkostlegur fótboltamaður. Talað var um það í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær að þetta hafi ekki verið gott hjá eins reynslumiklum leikmanni.

„Sáuð þið þetta seinna gula spjald hjá honum? Í uppbótartíma brot út við hliðarlínu á miðjum vellinum. Þetta var sjokkerandi. Maður hefði skilið þetta hjá 18 ára leikmanni," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Þetta var svakalega heimskulegt hjá Kidda," sagði Elvar jafnframt en FH-ingar voru að landa sigrinum gegn Fram þegar rauða spjaldið fór á loft.

„Þeir þurfa verulega á honum að halda í þessum leik," sagði Tómas Þór Þórðarson og var þá að tala um leikinn gegn Breiðabliki sem er núna í gangi.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Sú Besta og Lengjudeildarspáin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner