Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 01. júní 2021 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aguero: Býst við að Messi verði áfram
'Þú ert að fara til besta knattspyrnufélags í heimi'
Mynd: Getty Images
Sergio Agüero er búinn að skrifa undir samning við Barcelona eftir að hafa verið burðarstólpur í gífurlega öflugu liði Manchester City undanfarinn áratug.

Agüero, sem á 33 ára afmæli á morgun, er gríðarlega spenntur fyrir að ganga í raðir Barcelona þar sem hann mun spila með góðvini sínum og landsliðsfélaga Lionel Messi.

„Hvað sem gerist í framtíðinni hjá Leo þá er það eitthvað sem hann þarf að ákveða í sameiningu við félagið. Ég býst við að hann verði áfram hjá félaginu. Það er augljóslega frábært að vera með honum í félagsliði og það gerir mig stoltan að spila við hlið hans eins og í argentínska landsliðinu," sagði Aguero á fréttamannafundi.

„Við höfum spilað saman síðan við vorum krakkar og þekkjumst mjög vel. Ég held að hann verði áfram hérna og við munum gera okkar besta saman.

„Það er einn og hálfur mánuður liðinn síðan Barcelona hafði samband við mig og ég efaðist ekki í eina sekúindu um hvað væri rétta skrefið. Ég sagði við umboðsmennina mína að ég vildi bara fara til Barca, ekkert annað, og hér er ég."


Í lok fundarins sagði Agüero frá því hvernig hann komst að því að hann væri á leið til Barca: „Við vorum að borða hádegismat eftir að hafa tryggt okkur úrvalsdeildartitilinn og Pep kom að mér og sagði: 'þú ert að fara til besta knattspyrnufélags í heimi.'"
Athugasemdir
banner
banner
banner