Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. júní 2021 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta tap Barcelona í 758 daga
Barcelona tapaði óvænt fyrir Atlético í dag
Barcelona tapaði óvænt fyrir Atlético í dag
Mynd: Getty Images
Kvennalið Barcelona tapaði í dag fyrsta deildarleik sínum í 758 daga er Atlético lagði liðið, 4-3, í stórskemmtilegum leik.

Barcelona er besta lið heims í dag en liðið vann Meistaradeild Evrópu með því að gjörsigra Chelsea, 4-0 á dögunum.

Liðið hafði unnið alla deildarleiki sína á Spáni á þessu tímabili, það er að segja fram að leiknum í kvöld er það spilaði við Atlético Madríd.

Atlético vann þar 4-3. Deyna Castellanos skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok.

Þetta var fyrsta tap Barcelona í deildinni í 758 daga en síðasta tap kom gegn Tenerife í maí árið 2019.

Barcelona er búið að vinna deildina og er þá einnig spænskur bikarmeistari en liðið hefur verið með mikla yfirburði síðasta árið og spilaði frábæran fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner