Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 01. júní 2021 16:56
Ívan Guðjón Baldursson
Mkhitaryan áfram hjá Roma (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Armenski sóknartengiliðurinn Henrikh Mkhitaryan er búinn að skrifa undir eins árs samning við AS Roma.

Mkhitaryan hefur verið algjör lykilmaður í liði Roma en hann var að renna út á samningi í sumar og því frjáls ferða sinna. Búist var við að hann myndi leita á önnur mið eftir að Jose Mourinho var ráðinn við stjórnvölinn en portúgalska stjóranum tókst að sannfæra leikmanninn knáa.

Mkhitaryan og Mourinho þekkjast frá tíma sínum hjá Manchester United en þar áttu þeir ekki gott samstarf.

Mkhitaryan naut sín ekki hjá Man Utd og var lítil ást á milli hans og stjórans.

Þeir hafa rætt málin og eru búnir að ákveða að starfa saman næstu misseri.


Athugasemdir
banner
banner