Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. júní 2021 10:00
Aksentije Milisic
Segir að Rudiger hefði átt að fá rautt fyrir brotið á De Bruyne
Mynd: Getty Images
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, var langt því frá að vera sáttur með Antonio Rudiger, varnarmann Chelsea, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöldið.

Rudiger braut illa á De Bruyne sem endaði með því að Belginn fór af velli í tárum. Síðar kom í ljós að hann nefbrotnaði.

Rudiger fékk gult spjald fyrir brotið en landsliðsþjálfari Belgíu segir að Þjóðverjinn hafi verið mjög heppinn að hanga inni á vellinum.

„Rudiger var mjög, mjög heppinn. Þegar þú sérð endursýninguna þá sést að þeir ráku ekki höfuðin saman. Hann skildi öxlina eftir svo að Kevin myndi lenda á henni," sagði Martínez.

„Rudiger hélt utan um höfuðið á sér eins og að hann væri líka meiddur. Það nánast sást að hann hafi eitthvað að fela. Þetta hefði átt að vera beint rautt spjald."

Martínez vonast eftir því að Kevin De Bruyne verði klár í slaginn þegar Evrópumótið hefst síðar í mánuðinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner