Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 01. júní 2021 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Jafnt í fjórum leikjum - San Marínó skoraði
Ivan Perisic skoraði fyrir Króatíu
Ivan Perisic skoraði fyrir Króatíu
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera hjá landsliðum þessa dagana en fimm lið sem taka þátt á EM spiluðu vináttuleiki í dag. San Marínó skoraði þá fyrsta útivallarmark sitt í tæp fjögur ár.

Króatía og Armenía gerðu 1-1 jafntefli. Ivan Perisic kom Króötum yfir á 24. mínútu áður en Wbeymar Angulo jafnaði þegar átján mínútur voru eftir.

Slóvakía og Búlgaría gerðu jafntefli með sömu markatölu og þá var staðan sú sama þegar Norður-Makedónía og Slóvenía mættust en Norður-Makedónía tekur þátt á EM í fyrsta sinn í sögunni.

Stærsti leikur kvöldsins var leikur Póllands og Rússlands en hann endaði einnig 1-1.

Stærstu fréttir kvöldsins eru hins vegar þær að San Marínó skoraði í 4-1 tapi gegn Kósóvó. Þetta var fyrsta útivallarmark San Marínó í næstum fjögur ár þegar liðið skoraði gegn Aserbaijdsan í september árið 2017.

Úrslit og markaskorarar:

Króatía 1 - 1 Armenía
1-0 Ivan Perisic ('24 )
1-1 Wbeymar Angulo ('72 )

Slóvakía 1 - 1 Búlgaría
0-1 Atanas Iliev ('9 )
1-1 Laszlo Benes ('27 )

Norður-Makedónía 1 - 1 Slóvenía
1-0 Eljif Elmas ('55 )
1-1 Domen Crnigoj ('90 )

Pólland 1 - 1 Rússland
1-0 Jakub Swierczok ('4 )
1-1 Vyacheslav Karavaev ('21 )

Kósóvó 4 - 1 San Marínó
1-0 Vedat Muriqi ('28 )
2-0 Vedat Muriqi ('45 )
3-0 Vedat Muriqi ('46 )
4-0 Vedat Muriqi ('76 , víti)
4-1 David Tomassini ('85 )

Litháen 0 - 1 Eistland
0-1 Henri Anier ('59 )
Athugasemdir
banner
banner
banner