Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. september 2021 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM: Ronaldo bætti metið með stæl í sigri á Írum
Cristiano Ronaldo fagnar 110. mark sínu gegn Írlandi
Cristiano Ronaldo fagnar 110. mark sínu gegn Írlandi
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland skoraði eina mark Noregs gegn Hollendingum
Erling Braut Haaland skoraði eina mark Noregs gegn Hollendingum
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk portúgalska landsliðsins sem vann Írland, 2-1, í undankeppni HM í kvöld en á sama tíma gerði Frakkland 1-1 jafntefli við Bosníu og Herzegóvínu.

Í A-riðli vann Lúxemborg 2-1 sigur á Aserbaíjdsan. Mica Pinto og Gerson Rodrigues gerðu mörk heimamanna áður en Emin Mahmudov minnkaði muninn á 67. mínútu.

Í hinum leik riðilsins mættust Portúgal og Írland. Ronaldo var að sækjast eftir því að slá markametið en fyrir leikinn voru hann og Ali Daei jafnir með 109 mörk.

Ronaldo fékk fullkomið tækifæri til að bæta metið á 15. mínútu en markvörður Íra varði vítið frá honum. John Egan kom þá Írum yfir undir lok fyrri hálfleiks en í þeim síðari kláraði Ronaldo dæmið.

Hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Goncalo Guedes á 89. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gerði hann sigurmarkið og það aftur með skalla eftir sendingu frá Joao Mario. Magnaður sigur og gat Ronaldo heldur betur fagnað þessu afreki.

Portúgal er í efsta sæti A-riðils með 10 stig eftir fjóra leiki og er í góðum málum í undankeppninni en Serbía er í öðru sæti með 7 stig.

Í D-riðli var boðið upp á tvö jafntefli. Kasakstan og Úkraína gerðu 2-2 jafntefli á meðan Frakkland gerði 1-1 jafntefli við Bosníu og Herzegóvínu. Edin Dzeko kom Bosníu yfir með marki á 36. mínútu áður en Antoine Griezmann, nýr leikmaður Atlético, jafnaði metin.

Jules Kounde spilaði í hægri bakverði hjá Frökkum líkt og á EM í sumar en hann er engan veginn að finna sig þar. Hann lét reka sig af velli á 51. mínútu fyrir hræðilega tæklingu á Sead Kolasinac og Frakkar því manni færri.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Frakkar eru þrátt fyrir það í efsta sæti riðilsins með 8 stig en Úkraína er með 4 stig í öðru sæti.

Þrír leikir voru í F-riðli. Danmörk vann Skotland sannfærandi 2-0 þar sem Daniel Wass og Joakim Mæhle gerðu mörkin á meðan Ísrael kjöldró Færeyjar, 4-0. Eran Zahavi skoraði þrennu fyrir gestina. Austurríki vann þá Moldóvu, 2-0.

Noregur og Holland gerðu 1-1 jafntefli í G-riðli. Erling Braut Haaland skoraði mark Norðmanna en Davy Klaassen fyrir Hollendinga.

Lettland vann Gíbraltar 3-1 og Tyrkland gerði 2-2 jafntefli við Svartfjallaland.

Rússland og Króatía gerðu markalaust jafntefli í H-riðlinum. Þá vann Malta lið Kýpur, 3-0. Slóvenía og Slóvakía gerðu 1-1 jafntefli.

Úrslit og markaskorarar:

A-riðill
Lúxemborg 2 - 1 Aserbaíjdsan
1-0 Mica Pinto ('8 )
2-0 Gerson Rodrigues ('28 , víti)
2-1 Emin Mahmudov ('67 )

Portúgal 2 - 1 Írland
0-1 John Egan ('45 )
1-1 Cristiano Ronaldo ('89 )
2-1 Cristiano Ronaldo ('90 )

D-riðill

Kasakstan 2 - 2 Úkraína
0-1 Roman Yaremchuk ('2 )
1-1 Ruslan Valiullin ('74 )
2-1 Ruslan Valiullin ('90 )
2-2 Danylo Sikan ('90 )

Frakkland 1 - 1 Bosnía og Herzegóvína
0-1 Edin Dzeko ('36 )
1-1 Antoine Griezmann ('40 )
Rautt spjald: Jules Kounde, France ('51)

F-riðill

Danmörk 2 - 0 Skotland
1-0 Daniel Wass ('14 )
2-0 Joakim Maehle ('15 )

Færeyjar 0 - 4 Ísrael
0-1 Eran Zahavi ('12 )
0-2 Eran Zahavi ('44 )
0-3 Munas Dabbur ('52 )
0-4 Eran Zahavi ('90 )

Moldóva 0 - 2 Austurríki
0-1 Christoph Baumgartner ('45 )
0-2 Marko Arnautovic ('90 )

G-riðill

Lettland 3 - 1 Gibraltar
1-0 Vladislavs Gutkovskis ('50 , víti)
1-1 Tjay De Barr ('71 , víti)
2-1 Vladislavs Gutkovskis ('85 )
3-1 Andrejs Ciganiks ('89 )

Noregur 1 - 1 Holland
1-0 Erling Haaland ('20 )
1-1 Davy Klaassen ('37 )

Tyrkland 2 - 2 Svartfjallaland
1-0 Cengiz Under ('9 )
2-0 Yusuf Yazici ('31 )
2-1 Adam Marusic ('40 )
2-2 Risto Radunovic ('90 )

H-riðill

Malta 3 - 0 Kýpur
1-0 Cain Attard ('44 )
2-0 Joseph Mbong ('46 )
3-0 Cain Attard ('54 )
Rautt spjald: Costas Soteriou, Kýpur ('40)

Rússland 0 - 0 Króatía

Slóvenía 1 - 1 Slóvakía
0-1 Robert Bozenik ('32 )
1-1 Petar Stojanovic ('42 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner