Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. október 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Varnarmenn Liverpool styðja Williams eftir ljót skilaboð
Neco Williams
Neco Williams
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk og Andy Robertson, varnarmenn Liverpool, er á meðal leikmanna sem hafa sýnt Neco Williams stuðning eftir að hann fékk ljót skilaboð send eftir 7-2 sigur á Lincoln í enska deildabikarnum á dögunum.

Hinn 19 ára gamli Williams gerði sig sekan um mistök í marki sem Lincoln skoraði í leiknum og fékk í kjölfarið send ljót skilaboð á samfélagsmiðlum.

„Það eina sem ég get sagt er að svívirðingar eru slæmar, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða úti á götu. Þú ert ekki stuðningsmaður Liverpool ef þú sýnir leikmönnum ekki stuðning," sagði Pep Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool.

„Trent (Alexander-Arnold) ræddi við hann og Virgil (van Dijk) talaði við hann. Robbo (Andy Robertson) talaði líka við hann.
Þetta eru ekki bara ég og Jurgen (Klopp)."

Athugasemdir
banner
banner
banner