Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. nóvember 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhannes hættur með meistaraflokk ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild ÍR hefur hafið leit að nýjum aðalþjálfara meistaraflokks karla eftir að hafa komist að samkomulagi um starfslok við Jóhannes Guðlaugsson.

ÍR leikur í 2. deild og náði í 19 stig úr 20 leikjum í sumar. Breiðhyltingar enda því þremur stigum fyrir ofan fallsæti eftir að ákveðið var að binda enda á Íslandsmótið.

Jóhannes mun áfram starfa innan raða ÍR sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Þar leiðir hann uppbyggingarstarf ÍR með góðum árangri.

„Stjórn deildarinnar þakkar Jóhannesi fórnfúst starf fyrir hönd deildarinnar og hlakkar til að vinna með honum áfram að uppbyggingu knattspyrnudeildar ÍR," segir meðal annars í færslu á Facebook síðu ÍR.

„Fréttir af þjálfaramálum meistaraflokks karla verða að finna hér á þessari síðu, fyrr en síðar enda stutt í næsta undirbúningstímabil."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner