Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. nóvember 2020 14:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Kristianstad á leið í Meistaradeildina - Uppsala fallið
Tap í endurkomu Guggu - Rosengard að missa af titlinum
Elísabet Gunnarsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Mynd: Kristianstad
Fimm leikir eru á dagskrá í sænsku Damallsvenskan í dag. Fjórum þeirra er lokið og í þremur voru Íslendingar í eldlínunni.

Við byrjum yfirferðina á viðureign Eskilstuna og Djurgarden sem lauk með dramatískum endurkomusigri Eskilstuna. Djurgarden, liðið sem Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Arnardóttir leika með, leiddi 1-2 á 86. mínútu en tvö mörk heimakvenna undir lokin tryggðu sigur. Guðrún lék allan leikinn líkt og Gugga sem var að snúa til baka eftir rúmlega árs fjarveru frá meistaraflokksbolta.

Í Kristianstad unnu lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur frábæran 4-0 sigur. Svava Rós Guðmundsdóttir lék ekki með Kristianstad í dag. Sif Atladóttir er einnig á mála hjá Kristianstad en hún er í barneignarleyfi. Kristianstad er í þriðja sæti, með sex stiga forskot á 4. sætið og þrettán marka forskot í markatölu, allar líkur á því að Kristianstad fari því í Meistaradeildina á komandi leiktíð!

Í Malmö vann Rosengard 5-1 sigur á Uppsala. Rosengard endar að öllum líkindum í öðru sæti. Liðið er fjórum stigum frá Gautaborg sem leiðir 2-0 í sínum leik þegar þar er hálfleikur, tvær umferðir eru eftir. Uppsala féll niður um deild með tapinu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Rosengard og Anna Rakel Pétursdóttir síðustu sextán mínúturnar hjá Uppsala.

Eskilstuna 3 - 2 Djurgarden

Kristianstad 4 - 0 Vittsjo

Rosengard 5 - 1 Uppsala
Athugasemdir
banner
banner