Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 02. janúar 2020 19:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg að koma aftur: Mér líður vel
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi Burnley gegn Aston Villa á nýársdag.

Landsliðsmaðurinn íslenski fékk góða dóma fyrir sína frammistöðu.

Jóhann Berg hefur verið að koma til baka úr erfiðum meiðslum sem hafa haldið honum frá keppni síðan í byrjun október. Hann hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum Burnley og er að verða tilbúinn í fleiri mínútur.

„Mér líður vel og ég vil bara komast aftur á völlinn eins mikið og mögulegt er," sagði Jóhann Berg við heimasíðu Burnley.

„Þetta hefur verið erfiður tími fyrir mig en ég er kominn aftur, mér líður vel og ég er tilbúinn í slaginn. Ég er búinn að spila nokkra leiki, en ég vil auðvitað alltaf byrja... vonandi mun stjórinn velja mig fljótlega í byrjunarliðið."

Burnley hefur ekki verið að ná í góð úrslit að undanförnu og er liðið í 15. sæti eftir þrjá tapleiki í röð.

„Þetta er annað stórt ár fyrir okkur í ensku úrvalsdeildinni," segir Jóhann Berg. „Öll ár eru risastór fyrir okkur. Þetta hefur ekki verið okkar besta byrjun, en við verðum að bæta fyrir það á laugardaginn (gegn Peterborough í FA-bikarnum) og á laugardeginum eftir það í ensku úrvalsdeildinni."

Jóhann Berg segir að Burnley eigi mikið inni og verð að sýna það á næstunni.

Hérna má lesa viðtalið við kantmanninn öfluga.
Athugasemdir
banner
banner