Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. janúar 2021 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skotland: Rangers stungið af eftir sigur gegn Celtic
Steven Gerrard, stjóri Rangers, bendir á klukku sína í leiknum í dag.
Steven Gerrard, stjóri Rangers, bendir á klukku sína í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Rangers 1 - 0 Celtic

Rangers er í gífurlega góðri stöðu í skosku deildinni eftir 1-0 sigur liðsins á erkifjendunum á Celtic á Ibrox-leikvanginum í dag.

Rangers er með nítján stiga forskot þegar liðið hefur leikið 22 leiki. Celtic hefur leikið þremur leikjum færra. Skosku deildinni verður skipt upp í tvo hluta þegar lengra líður á.

Celtic missti Nir Bitton af velli með rautt spjald á 62. mínútu. Átta mínútum síðar varð Callum McGregor fyrir því óláni að skora sjálfsmark og kom heimamönnum yfir.

Celtic átti þrjú skot á mark heimamanna en heimamenn eru ekki með skráða tilraun á markið.

33 umferðir verða leiknar í deildinni áður en henn verður skipt upp í tvo hluta.

Athugasemdir
banner
banner