Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 02. maí 2021 10:30
Victor Pálsson
Telur að Levy muni banna Kane að fara
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Daniel Levy, eigandi Tottenham, muni ekki leyfa Harry Kane að kveðja félagið í sumar.

Kane er talinn vera að skoða í kringum sig og lét það út úr sér nýlega að hann væri á eftir liðsverðlaunum frekar en einstaklingsverðlaunum.

Mörg félög munu spyrjast fyrir um Kane í sumar en hann yrði einn dýrasti leikmaður sögunnar ef verður úr félagaskiptunum.

Merson telur að Kane muni vilja fara í sumar en að það verði einfaldlega ekki hægt þegar upp er staðið.

„Hann mun vilja að fara. Hann vill að lið reyni að ná í sig," sagði Merson hjá Sky Sports.

„Tottenham er stórt félag og með einn besta völl heims. Þetta verður hans ákvörðun í lok dags. Hann þarf að hugsa um fjölskylduna og allt sem því fylgir."

„Þetta er erfið ákvörðun. Ég væri ekki til í að vera í þessari stöðu. Ég held að lokum að hann verði áfram hjá Tottenham. Daniel Levy mun ekki leyfa honum að fara. Ég held að þessir peningar séu ekki til á þessum tímum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner