Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. maí 2022 11:20
Elvar Geir Magnússon
Helgi Kolviðs ráðinn íþróttastjóri hjá Pful­lendorf
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson, fyrrum landsliðsmaður og síðar aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar, var á dögunum ráðinn íþróttastjóri hjá Pfullendorf í Þýskalandi.

Pfullendorf er í sjöttu deild þýska fótboltans.

Atvinnumannaferill Helga hófst hjá Pfullendorf þegar hann gekk í raðir félagsins frá HK árið 1995. Hann var leikmaður þýska félagsins í tvö ár og gekk síðan aftur í raðir þess og spilaði með því 2004-2007.

Hann lauk leikmannaferlinum hjá Pfullendorf og varð síðan aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari um tíma.

Helgi hefur einnig þjálfað í Austurríki og þá var hann landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-2020.
Athugasemdir
banner