Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 02. maí 2022 12:29
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Man Utd óttast hörð viðbrögð frá eigin stuðningsmönnum
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Leikmenn Manchester United ætla að ganga hringinn í kringum völlinn eftir leikinn gegn Brentford í kvöld og þakka stuðningsmönnum fyrir tímabilið.

Þeir eru þó meðvitaðir um að geta fengið hörð og neikvæð viðbrögð úr stúkunni eftir tímabil vonbrigða á Old Trafford.

United er að fara í gegnum fimmta tímabilið í röð án þess að vinna bikar og á ekki raunhæfa möguleika á því að komast í Meistaradeildina.

United á þrjá leiki eftir á tímabilinu, leikurinn gegn Brentford er síðasti heimaleikurinn. Svo mun liðið heimsækja Brighton og Crystal Palace.

Rauðu djöflarnir eru í sjötta sæti fyrir leik kvöldsins en þeir hafa aðeins unnið fjóra af síðustu ellefu deildarleikjum.

Liðið fór í gegnum stjóraskipti á tímabilinu þegar Ole Gunnar Solskjær var rekinn og Ralf Rangnick var ráðinn stjóri til bráðabirgða. Það féll úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum.

Það verður fróðlegt að sjá hversu margir áhorfendur verða á vellinum þegar flautað verður til leiksloka í kvöld. Fyrirhuguð eru mótmæli til að mótmæla eigendum félagsins, Glazer fjölskyldunni, og fólk beðið um að yfirgefa sæti sín á 73. mínútu, sautján mínútum fyrir leikslok því sautján ár eru síðan Glazer fjölskyldan keypti félagið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 34 18 6 10 67 54 +13 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
8 Chelsea 34 14 9 11 65 59 +6 51
9 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
12 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
13 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner