Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. júní 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tíu bestu stjórar í sögu Real Madrid - Zidane í öðru
Ancelotti er í 7. sæti
Ancelotti er í 7. sæti
Mynd: EPA
Zidane er í 2. sæti
Zidane er í 2. sæti
Mynd: Getty Images
Mourinho er í 8. sæti
Mourinho er í 8. sæti
Mynd: Getty Images
Sam Leveridge frá La Liga Lockdown setti saman lista á Squawka í morgun þar sem hann velur tíu bestu stjóra í sögu Real Madrid að hans mati.

Þetta gerir hann í kjölfarið á að Zinedine Zidane hætti eftir tímabilið og Carlo Ancelotti var óvænt ráðinn í staðinn.

10. Paco Bru
1939-41

Vann bikarinn í tvígang. Hann vann 76 af þeim 127 leikjum sem hann stýrði. Einungis sjö menn hafa unnið fleiri leiki sem stjóri Real.

9. Fabio Capello
1996-97, 2006-07

Vann deildina, var látinn fara, kom aftur og vann deildina aftur. Hann var mjög varnarsinnaður og ekki vinsæll.

8. Jose Mourinho
2010-13

Deildartitill, bikartitill og ofurbikar. Mourinho var við stjórnvölinn á meðan Barcelona var upp á sitt allra besta og erfitt að keppa við þá vél. Hann vann 72% leikja sinna sem stjóri og er með hæsta sigurhlutfall í sögu félagsins.

7. Carlo Ancelotti
2013-15, 2021-

Vann bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Landaði fyrsta Meistaradeildartitli Real í 12 ár og þeim tíunda í sögu félagsins.

6. Jose Villalonga
1954-57

Vann deildina tvisvar og varð tvisvar Evrópumeistari sem stjóri. Stýrði liðinu til fyrsta Evróputitilsins og er yngsti stjóri í sögunni til að vera stjóri Evrópumeistaraliðs, 36 ára gamall.

5. Luis Molowny
1974, 77-79, 1982 og 1985-86

Vann deildina þrisvar, bikarinn tvisvar, deildabikarinn og tvo Evróputitla. Kom reglulega inn til bráðabirgða og skilaði flottu safni af titlum.

4. Leo Beenhakker
1986-89 og 1992

Vann deildina þrisvar, bikarinn og tvo spænska ofurbikara. Vann deildina þrjú ár í röð. Félagið vildi ná betri árangri í Evrópu og því var Leo látinn fara.

3. Vicente del Bosque
1994, 1996 og 1999-2003

Tveir deildartitlar, spænskur Ofurbikar, tveir Meistarardeildartitlar og Ofurbikar Evrópu. Hann lék fyrst yfir 400 leiki fyrir félagið og tók svo við árið 1999 eftir að hafa tvisvar stigið inn í styttri tíma. Leikmenn voru mjög ósáttir þegr del Bosque var látinn fara árið 2003.

2. Zinedine Zidane
2016-2018 og 2019-2021

Tveir deildartitlar, tveir spænskir Ofurbikarara, þrír Meistaradeildartitlar, tveir evrópskir Ofurbikarar og tvisvar heimsmeistari félagsliða. Eini stjórinn til að vinna þrjá Meistaradeildartitla. Hann fór árið 2018 en var fenginn aftur inn 10 mánuðum seinna en hætti svo aftur á dögunum.

1. Miguel Munoz
1959 og 1960-74

Níu deildartitlar, tveir bikartitlar og tveir Evróputitlar. Munoz var í fjórtán ár hjá félaginu og vann t.a.m. deildina fimm sinnum í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner