Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júní 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögur um að Mbappe ætli að láta 14 menn fjúka - „Falsfréttir"
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, stórstjarna Paris Saint-Germain, hefur neitað tíðindum þess efnis að hann sé að vinna í því að hreinsa verulega til hjá félaginu.

Mbappe ákvað í síðustu viku að segja 'takk, en nei takk' við Real Madrid og framlengja við PSG.

Hann mun gegna risastóru hlutverki bæði innan sem utan vallar hjá PSG, en talið er að hann þéni eitthvað í kringum 100 milljónir evra í árslaun og þá fær hann 300 milljónir evra fyrir að skrifa undir samninginn.

Það hefur líka verið talað um að Mbappe muni fá völd utan vallar líka en hann fær að koma að ákvörðunum um leikmannakaup og hver tekur við sem nýr yfirmaður knattspyrnumála. Þá kemur hann líka að því hver tekur við sem þjálfari. Eins konar LeBron James fótboltans.

Í dag voru fréttir um það út um allan heim að Mbappe væri farinn að vinna í því að taka til hjá félaginu. Það var sagt frá því að hann ætlaði sér að losa sig við 14 menn hjá félaginu í sumar, þar á meðal Brasilíumanninn Neymar. Hann var líka sagður vilja losna við þjálfarann Mauricio Pochettino.

Mbappe svaraði þessum sögum sjálfur á Twitter.

„Falsfréttir," skrifaði hann einfaldlega en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hjá félaginu í sumar núna þegar Mbappe er búinn að skrifa undir. Verða stórar breytingar í kjölfar vonbrigða síðasta tímabils? PSG hefur aldrei unnið Meistaradeildina og það verður markmiðið á næsta tímabilið, að fara alla leið þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner