Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary Neville svekktur að Lingard fór ekki
Jesse Lingard
Jesse Lingard
Mynd: Heimasíða Man Utd
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og nú sérfræðingur á Sky Sports, er á þeirri skoðun að Jesse Lingard hefði átt að fara frá Man Utd í sumar.

Lingard skoraði níu mörk í sextán úrvalsdeildarleikjum með West Ham þegar hann var þar á láni seinni hluta síðasta tímabils.

West Ham vildi fá Lingard í sumar en Lingard vildi ekki fara frá Man Utd. Neville er á því að Lingard þurfi að spila reglulega í sumar ef hann vill vera í enska landsliðshópnum á HM á næsta ári.

„Ég bjóst við að fleiri leikmenn færu frá Manchester United. Ég er svekktur að Jesse Lingard fór ekki. Hann fær nokkra leiki, einhver augnablik á vellinum, mun gera góða hluti en mér fannst hann vera á góðu skriði hjá West Ham og sýndi að hann var mjög góður leikmaður."

„Að koma til baka og vera aftur bara einn í hópnum eru vonbrigði í mínum augum. Þú verður að geta flogið úr hreiðrinu og mér fannst hann hafa gert það á síðasta tímabili. Mér fannst tveir eða þrír í viðbót geta gert eins og Daniel James og farið annað til að spila meiri fótbolta,"
sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner