Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. september 2021 18:53
Brynjar Ingi Erluson
„Hetjur að segja sína sögu"
Icelandair
Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, er sérfræðingur á RÚV yfir leik Íslands og Rúmeníu en hún tjáði sig um málin sem hafa verið helst til umræðu síðustu daga.

Mikið hefur átt sér stað innan knattspyrnuhreyfingarinnar en Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ og fylgdi stjórnin á eftir.

Ástæðan er gerendameðvirkni og þöggun í kynferðisbrotamálum þegar það kemur að leikmönnum á vegum KSÍ. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir sagði frá obeldi sem hún varð fyrir af hálfu Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistaðnum B5 árið 2017 í fréttatíma RÚV á föstudag.

KSÍ hafði haldið því fram að engar tilkynningar eða ábendingar um slík brot hefðu ratað á borð sambandsins en Guðni dró þau orð til baka í fréttatímanum eftir frásögn Þórhildar. Hann sagði af sér í kjölfarið.

Fleiri sögur hafa komið á yfirborðið og ræddi Einar Örn Jónsson við Margréti Láru og Arnar Gunnlaugsson um umræðu síðustu daga.

„Það er góð spurning Einar. Þetta er búið að vera erfið vika fyrir alla en þessir þolendur sem hafa komið fram eru hetjur að segja sína sögu og það þarf að taka á þessum málum og vonandi verður það til framtíðar að þessi mál séu afgreidd á réttan og farsælan hátt," sagði Margrét Lára á RÚV.

„Já, ekki spurning. Ég er sammála Arnari að við þurfum að fara niður í grasrótina og þurfum að vera með betri fræðslu. Við fordæmum alla ofbeldishegðun í íþróttum og við eigum að vera fyrirmyndir, bæði leikmenn, stjórnendur og aðrir. Við þurfum eitthvað að taka til í þeim málum."

„Ég tek algerlega undir þessi orð Arnars. Virðingavert við þau og fólk sem hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir knattspyrnuna á Íslandi bæði karlamegin og kvennamegin,"
sagði Margrét ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner