Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. september 2021 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lesendur svartsýnir fyrir landsleiknum
Icelandair
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland leikur í kvöld mikilvægan leik við Rúmeníu í undankeppni HM 2022, sem fram fer í Katar.

Síðustu daga hefur verið könnun á vefsíðu Fótbolta.net þar sem lesendur eru spurðir: 'Hvernig fer Ísland - Rúmenía?'

Lesendur eru ekki mjög bjartsýnir fyrir leiknum; aðeins 29,3% spá því að Ísland vinni leikinn. Rúmlega 10% spá því að leikurinn endi í jafntefli og 60,42% spá því að Rúmenía vinni leikinn.

Það er ekki langt frá síðasta fótboltaleik þessara þjóða. Síðasti leikur var í október á síðasta ári, í umspilinu fyrir EM 2020. Þann leik vann Ísland með tveimur mörkum gegn einu; bæði mörk Íslands skoraði Gylfi Þór Sigurðsson.

Gylfi er ekki í íslenska hópnum þessa stundina þar sem mál hans er til rannsóknar hjá lögreglunni á Bretlandi. Hann er sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi.

Hann er ekki sá eini sem spilaði síðasta leik gegn Rúmeníu fyrir tæpu ári síðan og er ekki í hópnum núna. Má þar til dæmis nefna að Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson eru ekki í hópnum að þessu sinni.

Það er komin inn ný könnun á forsíðu.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner