Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM í dag - Englendingar í Búdapest
Englendingar mæta Ungverjum
Englendingar mæta Ungverjum
Mynd: EPA
Undankeppni HM heldur áfram í dag með fjölmörgum leikjum en England mætir Ungverjalandi í Búdapest.

Í B-riðli mætast Georgía og Kósóvó klukkan 16:00 áður en Svíþjóð spilar við Spán klukkan 18:45.

Evrópumeistarar Ítalíu spila við Búlgaríu í C-riðli og þá eigast Litháen og Norður Írland við í sama riðli.

Tveir leikir eru í E-riðli þar sem Tékkland og Hvíta-Rússland mætast á meðan Eistland tekur á móti Belgíu.

Þá eru þrír leikir í I-riðli. England, sem komst í úrslitaleik EM, mætir Ungverjalandi á Ferenc Puskas-leikvanginum í Búdapest og þá verður hart barist er Andorra spilar við San Marínó. Pólland og Albanía eigast við á sama tíma.

Leikir dagsins:

B-riðill
16:00 Georgia - Kósóvó
18:45 Svíþjóð - Spánn

C-riðill
18:45 Ítalía - Bulgaria
18:45 Litháen - Norður Írland

E-riðill
18:45 Tékkland - Hvíta Rússland
18:45 Eistland - Belgía

I-riðill
18:45 Andorra - San Marino
18:45 Ungverjaland - England
18:45 Pólland - Albanía
Athugasemdir
banner
banner