Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. september 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Norwich tókst að halda Aarons þrátt fyrir áhuga
Aarons ásamt Jamal Lewis sem er í dag leikmaður Newcastle.
Aarons ásamt Jamal Lewis sem er í dag leikmaður Newcastle.
Mynd: Getty Images

Norwich City tókst að halda Max Aarons innan sinna raða í gærkvöldi þrátt fyrir áhuga frá Borussia Mönchengladbach, Southampton og Villarreal.


Aarons er hægri bakvörður sem var eftirsóttur af FC Bayern á síðustu tveimur leiktíðum en Norwich hefur alltaf tekist að halda honum.

Hann er 22 ára og hefur verið fastamaður í liði Norwich síðustu fjögur ár. Hann á 174 leiki fyrir félagið, þar af 70 í ensku úrvalsdeildinni.

Aarons er enskur og er lykilmaður í U21 landsliðinu.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Norwich og reyndu öll áhugasöm félög að fá bakvörðinn á lánssamningi.

Southampton hætti við og krækti sér frekar í Ainsley Maitland-Niles frá Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner