Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 02. september 2022 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Steini um Elínu Mettu: Mér er drullusama um umræðuna
Icelandair
Elín Metta á æfingu Íslands í Laugardalnum í gær.
Elín Metta á æfingu Íslands í Laugardalnum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands sat fyrir svörum á fréttamannafundi í höfuðsstöðvum KSÍ í gær en framundan er leikur við Hvíta Rússland í undankeppni HM 2023 klukkan 17:30 í dag.

Smelltu hér til að fara í miðasöluna


Á fundinum í gær var Steini spurður út í umræðu um Elínu Mettu Jensen framherja Vals. Elín Metta fékk fæstar mínútur hjá Þorsteini af útileikmönnum á EM í sumar, kom bara inná í lokin gegn Frökkum. 

Hún hefur einnig verið í aukahlutverki hjá félagsliði sínu, Val, þar sem hún var til að mynda ónotaður varamaður í úrslitaleik Mjólkurbikarsins um síðustu helgi. Aðspurður hvort hann treysti henni í verkefnið framundan var ljóst að Þorsteini leiðist umræðan því hann sagði:

„Ég var búinn að svara þessari spurningu þegar ég sagðist treysta öllum leikmönnum til að spila. Það er einhver umræða sem á sér stað úti í bæ og fólk verður bara að svara því sjálft og segja sínar skoðanir. Mér er drullusama um það og skiptir mig engu máli. Ég hef trú á þessum hóp sem ég vel og ekkert annað!"

Sjá einnig:
„Skil ekki alveg að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner