Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. nóvember 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Mick McCarthy tekinn við Apoel (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mick McCarthy, fyrrum landsliðsþjálfari Írlands, hefur tekið við sem þjálfari Apoel á Kýpur.

Hinn 61 árs gamli McCarthy hefur verið án starfs síðan hætti með írska landsliðið í apríl.

Á ferli sínum hefur hinn reyndi McCarthy einnig meðal annars stýrt Wolves og Ipswich Town.

McCarthy hefur nú óvænt tekið við í Kýpur en hann gekk frá samningum um helgina.

Apoel er í 10. sæti í úrvalsdeildinni í Kýpur eftir níu umferðir og McCarthy á að reyna að koma liðinu á skrið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner