Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. nóvember 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin í dag - Þetta er í húfi fyrir leiki kvöldsins
Kemst AC Milan áfram?
Kemst AC Milan áfram?
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Í kvöld klárast riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hér má sjá samantekt á því hvað er í húfi fyrir lokaumferðina. Það er nákvæmlega engin spenna í G-riðli en AC Milan og Salzburg berjast um að komast áfram í E-riðli.

Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í útsláttarkeppnina en liðið í þriðja sæti færist niður í Evrópudeildina.

E-riðill
20:00 Chelsea - Dinamo Zagreb
20:00 Milan - Salzburg

1. Chelsea 10 stig (komið áfram)
2. AC Milan 7 stig
3. Salzburg 6 stig
4. Dinamo Zagreb 4 stig

Chelsea hefur þegar unnið riðilinn. Milan mun taka annað sætið með jafntefli eða sigri gegn Salzburg. Austurríska félagið mun fara áfram með sigri.

Dinamo Zagreb gæti enn tekið Evrópudeildarsæti en liðið þarf að vinna Chelsea og treysta á tap Salzburg.

F-riðill
17:45 Real Madrid - Celtic
17:45 Shakhtar D - RB Leipzig

1. Real Madrid 10 stig (komið áfram)
2. Leipzig 9 stig
3. Shaktar Donetsk 6 stig
4. Celtic 2 stig (úr leik)

Leipzig mun fara í útsláttarkeppnina ef liðið forðast tap gegn Shaktar. Úkraínska liðið tekur annað sætið með sigri.

Real innsiglar efsta sætið með sigri gegn Celtic sem mun enda í neðsta sæti sama hvað gerist í kvöld.

G-riðill
20:00 Man City - Sevilla
20:00 FCK - Dortmund

1. Man City 11 stig (komið áfram)
2. Dortmund 8 stig (komið áfram)
3. Sevilla 5 stig (fer í Evrópudeildina)
4. FCK 2 stig (úr leik)

Öll sæti riðilsins eru ráðin og ekkert undir í leikjunum.

H-riðill
20:00 Juventus - PSG
20:00 Maccabi Haifa - Benfica

1. PSG 11 stig (komið áfram)
2. Benfica 11 stig (komið áfram)
3. Juventus 3 stig
4. Maccabi Haifa 3 stig

PSG og Benfica eru á toppi riðilsins og það lið sem fær fleiri stig í kvöld vinnur riðilinn. Ef liðin krækja í sama stigafjölda mun markatalan ráða úrslitum þar sem þau eru jöfn í innbyrðis viðureignum.

Það sama gildir um Juventus og Maccabi Haifa í baráttunni um Evrópudeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner