Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 02. nóvember 2022 23:56
Brynjar Ingi Erluson
Potter: Meiðsli Chilwell líta ekki vel út
Ben Chilwell lá sárþjáður á vellinum
Ben Chilwell lá sárþjáður á vellinum
Mynd: Getty Images
Ben Chilwell, leikmaður Chelsea, hefur að öllum líkindum misst af farmiðanum á HM í Katar eftir að hann meiddist aftan í læri í 2-1 sigrinum á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í kvöld, en Graham Potter, stjóri liðsins, segir útlitið ekki gott.

Chilwell meiddist undir lok leiks og hélt utan um lærið á sér en hann sást á hækjum eftir leikinn.

Þetta er högg fyrir leikmanninn sem var að gera sér vonir um að fara á HM í Katar með enska landsliðinu en sú von er ansi veik eins og staðan er núna.

„Þetta lítur ekki vel út. Við þurfum að bíða eftir myndatöku og sjá hvernig staðan er á þessu,“ sagði Potter eftir leikinn í kvöld.

Kepa sást einnig á hækjum á Stamford Bridge en hann mun ekki vera klár fyrir leik Chelsea um helgina.

„Nei, hann verður ekki klár fyrir sunnudag. Þetta var bara fyrirbyggjandi að hafa hann á hækjum svo hann sé ekki að setja þunga á löppina. Það eru framfarir en hann verður ekki klár á sunnudag.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner