Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 03. janúar 2021 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: City og Liverpool áttu líka sársaukafulla kafla
Frank Lampard, stjóri Chelsea.t
Frank Lampard, stjóri Chelsea.t
Mynd: Getty Images
Starf Frank Lampard hjá Chelsea er í hættu eftir slakt gengi liðsins að undanförnu.

Chelsea tapaði fyrir Manchester City á heimavelli í kvöld, 3-1. Liðið er í áttunda sæti með 26 stig eftir 17 leiki. Chelsea eyddi um 200 milljónum punda í leikmannakaup síðasta sumar en nýir leikmenn liðsins hafa ekki verið að gera góða hluti.

„Við vorum góðir í tíu mínútur, en svo stigu þeir á bensíngjöfina og við fengum á okkur tvö slæm mörk. Við brugðumst ekki vel við því. Við þurfum að læra af fyrri hálfleiknum. Við sýndum karakter í seinni hálfleiknum en leikurinn var búinn þá."

„Það sögðu allir fyrir mánuði að við gætum unnið deildina en við erum að endurbyggja liðið, við lentum í félagaskiptabanni og það eru ungir leikmenn í liðinu... ég var nokkuð viss um að við myndum þurfa að ganga í gegnum sársaukafulla tíma."

„Við höfum átt í vandræðum í fimm eða sex leikjum. Ef þú ferð aftur í tímann þá áttu City og Liverpool líka sársaukafulla kafla þegar þau voru að byggja sín lið upp. Þú verður að komast í gegnum það."

Lampard segist hafa átt svona kafla sem leikmaður og endað með bikar í lok tímabils. Þetta snúist allt um að koma sterkari til baka. „Við verðum að taka þetta á kassann, svona er fótbolti."

„Við erum með góðan karakter í liðinu. Við töpuðum ekki í 16 leikjum. Fyrir mánuði síðan spurði fólk hvert þetta væri að fara, hvenær ég myndi skrifa undir nýjan samning og núna segir það allt annað. Ég veit hvar við erum og ég veit hvað þarf til að spila eins og City gerði í dag. Það er venjulegt að fá högg og núna er próf framundan fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner