Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. janúar 2021 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Terzic: Mikilvægt að halda Haaland heilum
Mynd: Getty Images
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland hefur misst af síðustu sjö leikjum Borussia Dortmund vegna meiðsla.

Haaland kom sem stormsveipur inn í evrópskan fótbolta og raðaði inn mörkunum með RB Salzburg áður en hann var fenginn til Dortmund, þar sem hann hefur haldið uppteknum hætti.

Gengi Dortmund hefur þó ekki verið neitt sérstakt án Haaland og tók Edin Terzic tímabundið við félaginu á dögunum. Hann var spurður út í meiðsli Haaland og endurhæfinguna og sagði sóknarmanninn vera ólman í að snúa aftur á völlinn.

Terzic telur mikilvægt að koma Haaland rólega aftur inn en markavélin er þó í byrjunarliðinu gegn Wolfsburg.

„Erling Haaland er gríðarlega hungraður leikmaður. Hann þráir að spila fótbolta og skora mörk, það er augljóst í hverjum einasta leik. Þetta er einn af hæfileikum hans," sagði Terzic.

„En við verðum að fara gætilega og passa að hann fari sér ekki að voða nýkominn úr meiðslum. Það er gott að sjá þetta hungur í honum en líka mikilvægt að halda honum heilum næstu vikurnar."

Haaland hefur verið að raða inn mörkunum á nýju tímabili og er kominn með 17 mörk í 14 leikjum, þar af 10 í 8 deildarleikjum.

Haaland er aðeins tvítugur og er gríðarlega mikilvægur partur af liði Dortmund, sem hefur verið að dragast afturúr í toppbaráttunni og situr í sjötta sæti sem stendur.

Dortmund er án Thorgan Hazard of Youssoufa Moukoko gegn Wolfsburg en liðið þarf sigur til að koma sér aftur í hóp toppliðanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner