Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. maí 2022 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Fyrsti sigur Þróttar - Skoruðu fjögur mörk á 32 mínútum
Þróttur vinnur sinn fyrsta leik í bestu deildinni
Þróttur vinnur sinn fyrsta leik í bestu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 4 - 2 Afturelding
1-0 Danielle Julia Marcano ('8 )
2-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('13 )
3-0 Katla Tryggvadóttir ('23 )
4-0 Danielle Julia Marcano ('32 )
4-1 Ísafold Þórhallsdóttir ('46 )
4-2 Ísafold Þórhallsdóttir ('49 )
Lestu um leikinn

Þróttur R. náði í fyrsta sigur sinn í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið vann Aftureldingu 4-2 á Þróttarvellinum í Laugardal. Heimakonur gerðu fjögur mörk á fyrstu 32 mínútum leiksins.

Danielle Julia Marcano gerði fyrsta mark Þróttara á 8. mínútu leiksins eftir mikinn klaufagang í vörn Aftureldingar áður en Freyja Karín Þorvarðardóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar eftir að hún fylgdi eftir skot sem Eva Ýr Helgadóttir varði út í teig.

Katla Tryggvadóttir var á næst á blað fyrir Þrótt og stórkostlegt mark það en hún skoraði beint úr aukaspyrnu upp í fjærhornið. Rosaleg byrjun Þróttara.

Marcano gerði svo fjórða mark liðsins á 32. mínútu. Eva Ýr hafði varið skot frá Gema Ann Joyce Simon út í teiginn. Marcano var fyrst að átta sig og skoraði en það mátti setja bæði spurningamerki við Evu Ýr í markinu og varnarlínu Aftureldingar að hafa ekki fylgt á eftir.

Afturelding mætti af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði tvö góð mörk. Ísafold Þórhallsdóttir skoraði með þrumuskoti en stuttu áður hafði Kristín Þóra Birgisdóttir átti skalla í slá.

Ísafold bætti við öðru marki nokkrum mínútum síðar. Boltinn barst fyrir markið og var hún klár á fjær að koma boltanum í netið.

Afturelding hélt áfram að hamra járnið meðan það var heitt en náði ekki að bæta við öðru marki. Þróttur vann sig aftur inn í leikinn og skapaði sér nokkur kjörin tækifæri en fleiri urðu mörkin ekki.

Fyrsti sigur Þróttara staðreynd og liðið með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en Afturelding án stiga.
Athugasemdir
banner
banner