Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. júní 2021 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte og Paratici að koma inn hjá Tottenham
Mynd: Getty Images
Tottenham er að ráða Antonio Conte sem nýjan knattspyrnustjóra sinn. Talksport heldur þessu fram.

Guardian segir jafnframt að Tottenham færist nær því að ráða Conte.

Conte er án starfs eftir að hann hætti hjá Inter nokkrum dögum eftir að hafa tryggt liðinu Ítalíumeistaratitilinn.

Hann var ekki tilbúinn að vera áfram hjá Inter en óvissa er hjá félaginu vegna fjárhagsörðugleika og það er niðurskurður framundan.

Conte var orðaður við stjórastarfið hjá Real Madrid og einnig var PSG í umræðunni. Nú virðist sem hann sé nálægt því að taka við stjórnartaumunum hjá Spurs.

Conte er fyrrum stjóri Chelsea þar sem hann vann Englandsmeistaratitilinn einu sinni. Hann er strangur stjóri og gerir miklar kröfur.

Það er talið líklegt að Fabio Paratici komi einnig inn hjá Spurs. Hann var yfirmaður hjá knattspyrnumála hjá Juventus í nokkur ár, en hann og Conte unnu þar saman.

Tottenham hafnaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og mun spila í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er ný keppni á vegum UEFA.
Athugasemdir
banner
banner