Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 03. júní 2021 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Staðreynd að Man Utd sé komið fram úr Liverpool"
Liverpool endaði að lokum í þriðja sæti eftir erfitt tímabil.
Liverpool endaði að lokum í þriðja sæti eftir erfitt tímabil.
Mynd: EPA
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að sitt gamla félag sé búið að taka fram úr Liverpool.

Man Utd hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á undan Liverpool sem endaði að lokum í þriðja sæti eftir erfitt tímabil þar sem meiðsli höfðu mikil áhrif.

Liverpool endaði 30 stigum á undan United tímabilið 2019/20 og varð Englandsmeistari. Það er mikill rígur á milli félaganna en Ferdinand segir að United sé núna búið að taka fram úr.

„Liverpool er núna fyrir aftan okkur. Þeir hafa sínar ástæður og afsakanir af hverju það er svo, en staðreyndin er sú að við höfum unnið mikið á þá og erum núna komnir fram úr þeim," sagði Ferdinand í samtali við Goal.

Svo virðist sem Ferdinand sé þarna að halda því fram að United sé með sterkara lið sem er komið lengra en Liverpool.

Hann segir jafnframt að Man Utd eigi langt í land en annað sætið sé flottur árangur, hann hefði alla vega tekið það áður en tímabilið hófst.

Liverpool vann Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina í fyrra. United vann síðast titil 2017, Evrópudeildina.


Athugasemdir
banner
banner
banner