Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfiðustu tíu dagarnir á ferlinum
Robertson eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Robertson eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu tíu dagar hafa verið þeir erfiðustu á fótboltaferli vinstri bakvarðarins Andy Robertson.

Robertson byrjaði á því að missa af Englandsmeistaratitlinum með Liverpool eftir mikla dramatík á lokadegi deildarinnar. Svo var hann í tapliði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og í vikunni var það ljóst að hann verður ekki með á HM í Katar þar sem Skotland tapaði fyrir Úkraínu í umspilinu.

„Þetta hafa verið tíu erfiðustu dagarnir á mínum ferli í fótbolta, auðvitað," sagði Robertson eftir að Skotland tapaði.

„Andlega, líkamlega, allt saman. Þetta er ekki búið að vera neitt frábært."

„Ég mun tækla þetta. Ég mun fara núna í frí og hugsa mikið um þetta. Ég finn til með strákunum í liðinu. Við vildum fara á HM og spila á stærsta sviðinu, en rétt misstum af því."

„Við verðum að vera tilbúnir fyrir næsta verkefni en þetta er mjög sárt."

Robertson fær núna verðskuldað frí eftir mjög langt og strangt tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner