Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 03. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Snær: Get bara sjálf­um mér um kennt
Icelandair
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson gæti spilað sinn fyrsta leik með íslenska U21 landsliðinu í dag þegar liðið spilar við Liechtenstein á Víkingsvelli.

Ísak hefur verið algjörlega stórkostlegur með Breiðabliki í Bestu deildinni í sumar en hann segist geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki spila með U21 landsliðinu fyrr. Hann hefur verið í hópnum áður en ekki spilað.

„Ég er mjög spennt­ur. Ég get bara sjálf­um mér um kennt, ég er ekki bú­inn að vera í standi síðustu mánuði og það er bara ný­lega sem ég er bú­inn að koma mér í stand og bíð bara ró­leg­ur eft­ir tæki­fær­inu," segir Ísak við Morgunblaðið.

„Von­andi kem­ur það (tækifærið) í þess­um glugga en það kem­ur í ljós. Þetta er sterk­ur hóp­ur og flott­ir strák­ar."

Ísak er upprunalega miðjumaður en hefur leikið út á kanti hjá Breiðabliki í sumar og leyst það gífurlega vel. Það hafa verið háværar raddir um að hann eigi að vera í A-landsliðinu en hann er sjálfur ekkert að spá í því.

„Það eru flott­ir strák­ar í A-landsliðinu, ég þekki þá flesta sem eru yngri í hópn­um og þeir eru góðir leik­menn. Þeir sem voru vald­ir eiga það skilið... Ég ætla bara að fókusa á þetta verk­efni núna og hitt kemur seinna."

Sjá einnig:
„Var á slæmum stað utan vallar og það hafði áhrif innan vallar"
Athugasemdir
banner