Ísak Snær Þorvaldsson hefur byrjað sumarið af krafti með Breiðabliki en hann gekk til liðs við Kópavogsliðið í vetur frá ÍA.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 5 Breiðablik
Liðin mættust í dag á Skaganum þar sem Blikar unnu 5-1 og Ísak skoraði tvö mörk. Hann var mikið gagnrýndur á síðustu leiktíð fyrir að vera ekki í formi, hann birti mynd á Twitter síðu sinni í eftir fyrsta leikinn með Breiðablik þar sem sást greinilega að hann er í betra formi í dag.
Hann finnur að hann er á betri stað núna en í fyrra, hann ræddi við Fótbolta.net eftir sigurinn í dag.
„Ég er búinn að létta mig og búinn að undirbúa mig vel fyrir tímabilið."
Hann var gagnrýndur fyrir myndbirtinguna en það hafði engin áhrif á hann.
„Þetta var bara til að sýna hversu langt ég var kominn, sumir voru ósáttir með þetta, það er bara þannig, það er alltaf einhver sem er ósáttur," sagði Ísak.
„Ég var á slæmum stað utan vallar og það hafði áhrif innan vallar, ekkert annað en það," sagði Ísak að Lokum.
Allt viðtalið má sjá hér að ofan.