Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 07. maí 2022 17:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Var á slæmum stað utan vallar og það hafði áhrif innan vallar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Snær Þorvaldsson hefur byrjað sumarið af krafti með Breiðabliki en hann gekk til liðs við Kópavogsliðið í vetur frá ÍA.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  5 Breiðablik

Liðin mættust í dag á Skaganum þar sem Blikar unnu 5-1 og Ísak skoraði tvö mörk. Hann var mikið gagnrýndur á síðustu leiktíð fyrir að vera ekki í formi, hann birti mynd á Twitter síðu sinni í eftir fyrsta leikinn með Breiðablik þar sem sást greinilega að hann er í betra formi í dag.

Hann finnur að hann er á betri stað núna en í fyrra, hann ræddi við Fótbolta.net eftir sigurinn í dag.

„Ég er búinn að létta mig og búinn að undirbúa mig vel fyrir tímabilið."

Hann var gagnrýndur fyrir myndbirtinguna en það hafði engin áhrif á hann.

„Þetta var bara til að sýna hversu langt ég var kominn, sumir voru ósáttir með þetta, það er bara þannig, það er alltaf einhver sem er ósáttur," sagði Ísak.

„Ég var á slæmum stað utan vallar og það hafði áhrif innan vallar, ekkert annað en það," sagði Ísak að Lokum.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner