Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. júní 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Mancini: Get ekki bara fundið upp leikmenn
Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu.
Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Ítalska landsliðið mætir því þýska í Þjóðadeildinni á morgun.

Það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi hjá Ítalíu eftir að liðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Katar.

„Það byrjar nýr kafli á morgun. Einbeiting mín hefur farið í að finna leikmenn með gæði og hraða. Það eru margir leikmenn sem spila ekki með toppliðum í dag svo þetta mun taka einhvern tíma," segir Mancini.

Stærsta vandamál ítalska landsliðsins hefur verið skortur á mörkum.

„Auðvitað er það áhyggjuefni. Þú þarft mörk til að vinna fótboltaleiki og við þurfum að finna sóknarmenn sem Ítalía á ekki í augnablikinu. Þetta tekur tíma, ég get ekki bara fundið upp leikmenn."

„Við getum bara vonað að þessir sóknarmenn sem eru í B-deildinni geti komist upp í A-deildina sem fyrst, spilað reglulega og skorað mörk," segir Mancini.
Athugasemdir
banner
banner
banner