Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 03. júní 2022 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 liðinu tókst að jafna 13 ára gamalt met á 45 mínútum
Icelandair
Byrjunarliðið í dag.
Byrjunarliðið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Núna var að klárast fyrri hálfleikur í leik U21 landsliðs Íslands gegn Liechtenstein.

Það er óhætt að segja að Liechtenstein muni ekki koma til baka úr þeirri stöðu sem er komin upp.

Lestu um leikinn: Ísland U21 9 -  0 Liechtenstein U21

Staðan er 8-0 fyrir strákana okkar eftir 45 mínútur. Algjörlega magnaður fyrri hálfleikur þar sem hvert markið á fætur öðru hefur verið skorað.

Brynjólfur Willumsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Ísak Snær Þorvaldsson eru allir búnir að skora tvö mörk í leiknum. Ísak, sem hefur verið magnaður á Íslandsmótinu með Breiðabliki, er að spila sinn fyrsta U21 landsleik.

Ef leikurinn endar svona þá er þetta jöfnun á meti hjá U21 landsliði karla. Samkvæmt Transfermarkt er stærsti sigur liðsins í sögunni 8-0 gegn San Marínó frá 2009 þar sem Jóhann Berg Guðmundsson gerði þrennu.

Ef liðið vinnur níu marka sigur, þá verður það stærsti sigur U21 landsliðsins í sögunni.
Athugasemdir
banner
banner