Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. júní 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
U21: Stærsti sigur í sögu U21 landsliðs karla
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland U21 9 - 0 Liechtenstein U21 
1-0 Kristian Nökkvi Hlynsson ('3)
2-0 Atli Barkarson ('5)
3-0 Kristall Máni Ingason ('10)
4-0 Ísak Snær Þorvaldsson ('19)
5-0 Kristian Nökkvi Hlynsson ('29, víti)
6-0 Ísak Snær Þorvaldsson ('33)
7-0 Brynjólfur Willumsson ('35)
8-0 Brynjólfur Willumsson ('37)
9-0 Atli Barkarson ('82)


Lestu um leikinn: Ísland U21 9 -  0 Liechtenstein U21

Íslenska U21 landsliðið gjörsamlega rúllaði yfir Liechtenstein í undankeppni EM.

Strákarnir okkar gerðu út um viðureignina með þremur mörkum á fyrstu tíu mínútunum en létu sér það ekki nægja og var staðan orðin 8-0 í leikhlé.

Atli Barkarson gerði níunda markið í síðari hálfleik og urðu lokatölur 9-0 í þessum stærsta sigri í sögu U21 landsliðsins.

Atli Barkarson, Kristian Nökkvi Hlynsson, Ísak Snær Þorvaldsson og Brynjólfur Darri Willumsson gerði sitthvora tvennuna og skoraði Kristall Máni Ingason eitt. Atli skoraði bæði sín mörk beint úr aukaspyrnu.

Ísland er í þriðja sæti undanriðilsins eftir sigurinn og þarf að hafa heppnina með sér í liði til að eiga möguleika á að komast á lokamótið. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner