Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. júní 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal: De Bruyne á skilið að vinna gullknöttinn en mun ekki gera það
Mynd: EPA
Louis van Gaal segir að Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, eigi skilið að vera valinn besti leikmaður heims og vinna þar með Ballon d’Or gullknöttinn.

Hann segist þó ekki búast við því að belgíski snillingurinn hreppi verðlaunin þar sem alltaf sé horft til sóknarmanna. Luka Modric er eini miðjumaðurinn sem hefur hlotið gullknöttinn á síðustu fimmtán árum.

„Í mínum huga er það augljóst að Kevin De Bruyne eigi að vinna gullboltann en hann verður ekki valinn á næstunni. Þeir velja alltaf sóknarmenn. Noa Lang á betri möguleika en De Bruyne!" sagði Van Gaal kíminn en Lang, ungur sóknarmaður Club Brugge, átti gott tímabil í belgísku deildinni.

Talið er líklegast að Karim Benzema, sóknarmaður Real Madrid, vinni Ballon d’Or gullknöttinn þetta tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner